Prjón og hekl

07.02 - 11.02

Notað verður nýtt - rekjum upp gamalt prjón

Á þessu námskeiði læra nemendur að velja flík eða peysu með tilliti til hvernig sé hægt að endurvinna hana. Farið verður í gegnum það hvaða snið henta best í upprakningu, og hvaða efni hentar best til litunnar.
15.02 - 22.02

Af fingrum fram - sjalaprjón

Á þessu námskeiði er farið frá A til Ö hvernig hanna eigi sitt eigið sjal, frá hugmynd að afurð. Farið verður í uppbyggingu sjala, samsetning munstra og lita þannig að nemendur geta hannað sitt eigið sjal.
06.03 - 13.03

Vattarsaumur - námskeið

Vattarsaumur er forn saumaðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna
20.03 - 27.03

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar.