Búningur karla

Búningur karlaFöt karla voru oftast saumuð úr ullarvaðmáli, dimmbláu, svörtu eða brúnu. Karlar girtu nærskyrtu ofan í lokubuxur,venjulega hnésíðar. Lokan var hneppt upp við brókarhaldið og á skálmum var hneppt klauf. Axlabönd, oftast spjaldofin, lágu í kross bæði að framan og aftan. Elstu vesti voru prjónuð en síðar saumuð úr dökku eða lituðu ullarvaðmáli og náðu upp í háls og niður fyrir mitti. Framstykki var tvíhneppt og mátti hneppa það á hvora hliðina sem var. Ullarbrydding var í hálsmáli, um handveg og niður barma. Brjóstadúkur var einfaldari í sniði en vesti, hnepptur á vinstri hlið og á öxl og með utanáliggjandi vasa. Treyja var kragalaus, með bognum ermum og hnepptri ermaklauf. Framstykki voru stór, tvíhneppt og gátu hneppst á báða vegu. Hnappar voru úr tini, pjátri, beini eða silfri. Karlar voru með hálsklút og á höfði prjónaða, röndótta ullarhúfu með litlum skúf. Sokkar voru prjónaðir úr ullarbandi og bundnir með sokkaböndum fyrir neðan hné. Skór voru heimasaumaðir úr skinni eða roði.

Búningur karla   Búningur karla   Búningur karla   Búningur karla

Búningur karla   Búningur karla   Búningur karla   Búningur karla

Búningur karla   Búningur karla   Búningur karla