Silfur og skart

DeshúsDeshús

Holur skartgripur úr silfri sem er borinn um háls í grófri keðju. Deshús hafa ýmsa stærð og lögun og í þeim eru geymd ilmefni.

ErmahnapparErmahnappar

Ermahnappar eru fremst á ermum bæði til skrauts og gagns. Á faldbúningstreyjum eru fimm til sjö ermahnappar, oft skrautlegir og með laufum. Á karlmannstreyjum eru flatir hnappar, oft fjórir. Skyrtur við upphluti 20. aldar eru oft teknar saman að framan með hnöppum. Ermar á skyrtum við upphluti 20. aldar eru oft teknar saman með hnöppum fremst. 

HlaupariHlaupari

Lítill gripur, oftast úr silfri, til að stilla lengd langrar úrfestar sem höfð er um hálsinn. Í hlauparanum er gat og fer festin tvöföld í gegnum það og fest með korki eða öðru efni til fyllingar til að stilla lengd festarinnar. Úrunum er stungið undir pilsstreng, í barminn eða hún fest þar með lítilli nælu. Úrkeðjan fellur þá frá hálsi í stórum sveig.

LoftverkHlaupari

Silfur sem hefur verið skorið og upphleypt munstur hamrað í. Pressað silfur, pressumunstur Silfurmunir unnir úr þunnum silfurplötum með því að setja þær í stálpressu (stans) sem ákveðið munstur hefur verið grafið í.

SamfelluhnappurSamfelluhnappur

Hnappur úr silfri til skrauts á miðjum streng á samfellu að framan og leggst yfir beltispör. Silfur og skart Ýmiss konar silfur og skart þykir nauðsynlegt á flesta íslenska búninga s.s. millur, skúfhólkur, belti og koffur.

VíravirkiVíravirki

Skraut sem smíðað er úr silfurþráðum.