Millur

MilluaugaMilluauga

Lykkja á millu sem millureim er þrædd í gegnum.

Millunál, reimnálMillunál, reimnál

Silfurnál 4,5cm löng, stundum gullhúðuð. Hún er áföst millureim og notuð til að þræða reimina í gegn um milluaugun.

Millureim, millufesti, festi, reimfestiMillureim, millufesti, festi, reimfesti

Venjuleg reim er um 60cm löng, hlekkjuð saman úr fíngerðum silfurhlekkjum, stundum gullhúðuð, með reimnál á öðrum enda og notuð til að taka upphlut saman að framan. Festin er hlekkjuð við efstu millu. Síðan er reimað niður í aðra hverja millu á báðum boðungum, svo upp aftur og hnýtt á. Þetta nefnist tvöföld reiming. Einnig má festa reimina í neðstu millu og þræða upp sitt á hvað í hvert milluauga og nefnist það einföld reiming.

MillurMillurMillur

Millur voru notaðar til að festa saman upphlut framan á brjósti. Þær eru úr málmi (silfri) með lykkju, (millu)auga, á öðrum enda. Millur eru festar við brún boðanga á upphlut og í lykkjurnar er þrædd reim til að taka upphlutinn saman. Reimin er þrædd í lykkjurnar með millunál, reimnál. Fyrr á tímum voru millur steyptar úr kopar eða látúni. Nú eru þær oftast úr silfri eða gylltu silfri, ýmist steyptar, pressaðar eða smíðaðar úr víravirki. Á 20. aldar upphlut eru hafðar átta millur, fjórar á hvorum upphlutsborða. Á eldri gerð upphluts eru að minnsta kosti fimm millur hvoru megin en algengt að hafa tólf millur, eða sex hvoru megin, en millurnar gátu verið fleiri jafnvel tólf hvoru megin.