Hlutverk og markmið

RokkurHeimilisiðnaðarfélag Íslands var stofnað árið 1913 og eru félagasamtök með um 800 félagsmenn. Hlutverk Heimilisiðnaðarfélagsins er, samkvæmt lögum þess,  að vernda þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað, auka hann og efla, stuðla að vöndun hans og fegurð og vekja áhuga landsmanna á því að  framleiða fallega og nytsama hluti, er hæfi kröfum nýs tíma með rætur í þjóðlegum menningararfi. Starfsemi félagsins er margvísleg. Félagið rekur Heimilisiðnaðarskólann sem stendur fyrir um 80-90 námskeið á ári. Þá rekur félagið einnig verlsun sem sérhæfir sig í hráefnum sem við kemur ýmsu handverki og heimilisiðnaði, s.s. þjóðbúningagerð, vefnaði, tóvinnu og litun. Þá selur verslunin einnig ýmis konar bækur tengt handverki auk þess að selja ársrit félagsins, Hugur og hönd, auk annars efnis útgefið af félaginu. Heimilisiðnaðarfélag Íslands tekur virkan þátt í Norrænu samstarfi og á aðild að heimilisiðnaðarsamtökum Norðurlanda, Nordens Husflidsforbund.