Vefnaður

22.09 - 27.10

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
10.10 - 14.11

Almennur vefnaður - FULLBÓKAÐ

Námskeiðið er ætlað byrjendum og upprifjun fyrir lengra komna. Farið er í grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar, hvernig lesa á uppskriftir. Þekkja grófleika garns og hvernig hann hæfir verkefninu. Verkefna val fer eftir þekkingu hvers og eins.
17.11 - 24.11

Egypskur spjaldvefnaður

Þessi spjaldvefnaðargerð er kennd við Egyptaland, en mynstrið myndar þríhyrninga og tígla sem vel minna á Egypsku pýramídana fornu. Oftast eru notaðir tveir litir og dregið er inn í spjöldin eftir ákveðnu mynstri og spjöldunum síðan snúið á sérstakan hátt til að fá fram mynstrið.