Vefnaður

04.03 - 28.03

Glitvefnaður

Glitvefnaður er gömul íslensk aðferð við að vefa myndir eftir reitamunstri og var t.d. algengt á söðuláklæðum. Nemendur setja upp í vefstól og vefa niður. Verkefni geta t.d. verið púðaver eða vegghengi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áður kynnst vefnaði. Kjörið að nota munstur úr Íslensku sjónabókinni.
06.04 - 27.04

Vefnaðarfræði - bindifræði

Að geta lesið uppskriftir fyrir vefnað er öllum vefurum nauðsynlegur. Bindifræði eru fræði um hvernig uppistaða og ívaf bindast í eina heild svo úr verði voð.