Vefnaður

16.01 - 27.02

Prufuvefnaður

Námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Nemendur setja sameiginlega upp í vefstóla og vefa að lágmarki 8 mismunandi prufur t.d. vaðmál, odda vaðmál, hringja vaðmál, vöffluvef, glit, þráðavef, pokavoð o.fl.
20.03 - 08.05

Vefnaðarnámskeið - framhaldsnámskeið - DAGSETT SÍÐAR

Námskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa komið á námskeið eða hafa reynslu af vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Kennari aðstoðar við val á verkefnum og leiðbeinir við útreikninga og uppsetningu.
06.04 - 27.04

Vefnaðarfræði - bindifræði - DAGSETT SÍÐAR

Að geta lesið uppskriftir fyrir vefnað er öllum vefurum nauðsynlegur. Bindifræði eru fræði um hvernig uppistaða og ívaf bindast í eina heild svo úr verði voð.