Vefnaður

24.08 - 28.08

Vefnaður með Åse Eriksen - FULLBÓKAÐ

Á námskeiðinu sýnir Åse hvernig hægt er að nota gömul mynstur með einföldum vefstólum með 2-6 sköftum. Aðferðirnar voru notaðar til að vefa mynstur og notuð er tækni til að geyma og endurtaka mynstur einingu.
16.09 - 16.09

Prufuvefnaður - tækninámskeið

Markmiðið er að kenna hvernig hægt er að vefa breiðar voðir á t. d. 80 cm eða breiðari vefstóla.
22.09 - 27.10

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
10.10 - 14.11

Almennur vefnaður - námskeið

Námskeiðið er ætlað byrjendum og upprifjun fyrir lengra komna. Farið er í grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar, hvernig lesa á uppskriftir. Þekkja grófleika garns og hvernig hann hæfir verkefninu. Verkefna val fer eftir þekkingu hvers og eins.