Skautafaldur, skaut

Faldblæja, blæja, slörFaldblæja, blæja, slör

Slæða úr hvítu bómullar- eða silkitjulli. Faldblæjan er fest við skautfaldinn sem notaður er við skautbúning eða kyrtil. Blæjan er brydduð hvítri bómullarblúndu á þrjá vegu og einnig þekkist að draga munstur í blæjuna. Að ofan er mjór faldur sem band er dregið í til að rykkja blæjuna áður en hún er næld með títuprjónum við skautfaldinn að framan. 

FaldhnúturFaldhnútur

Slaufa, um það bil 25-30cm löng, gerð úr hvítum silki- eða satínborða. Faldhnútur er festur neðst á skautfaldinn að aftan þannig að hann hylur böndin sem faldblæjan og aðrir hlutar faldsins eru hnýttir saman með.

Faldhúfa

Hlíf um skautfaldinn og hefur lögun hans en er lítið eitt síðari. Hún er saumuð úr hvítu silki, satíni eða álíka efni og fest lauslega yfir faldinn svo að hægt sé að taka hana af og hreinsa.

SpöngSpöng

Er smeygt utan um fald og blæju á skautbúningi og notuð á sama hátt og koffur. Spöng er oftast gerð úr gullhúðuðu silfri og er í heilu lagi.

Skaut, skautafaldurSkaut, skautafaldur

Skautafaldur eða skaut er einkenni skautbúnings og kyrtils, búninga sem Sigurður Guðmundsson hannaði um og eftir miðja 19. öld.