Gjafabréf á námskeið

Falleg gjafabréf á handverksnámskeið eru góð jólagjöf. Hægt er að kaupa gjafabréfin í verslun okkar í Nethylnum sem er opin kl. 12-18 mán-fim og kl. 12-16 á föstudögum. Gjafabréfin geta verið stíluð á tiltekna upphæð eða ákveðið námskeið.

Skráning er hafin á eftirfarandi námskeið á vorönn; prufuvefnaður, refilsaumur, þjóðbúningasaumur, saumur peysufatapeysu og knipl á þjóðbúning sjá hér. Fjölmörg námskeið í janúar og febrúar eru þegar uppseld þar sem færa þurfti fullbókuð námskeið í október og nóvember fram á þann tíma vegna Covid. Vegna heimsfaraldursins hefur reynslan kennt okkur að ekki borgar sig að skipuleggja sig of langt fram í tímann og eru önnur námskeið því ótímasett enn sem komið er. Á meðal námskeiða sem verða í boði eru; brauðkarfa, tóvinna, leðursaumur, tálgun, shibori-litun, húlföldun, yfirfærsla útsaumsmunstra og margt fleira.

Hlökkum til að taka á móti nemendum okkar!