Hugur og hönd 2023 er komið út!

Ársrit Heimilisiðnaðarfélags Íslands Hugur og hönd er komið út. Félagsmenn og áskrifendur munu fá það sent í pósti í næstu viku, en í þessum töluðu orðum eru vaskir sjálfboðaliðar á vegum félagsins að pakka blaðinu.
 
Meðal efnis í ár er umfjöllun um verkefnið Einn fermetri af hör, peysu uppskriftin Góa og grein um Hallormsstaðaskóla og húsgögnin í Höllinni auk skemmtilegs útsaumsmunsturs þar sem gamli, íslenski krosssaumurinn fær að njóta sín.
 
Góða skemmtun við lestur í sumar!