Íslenskir þjóðbúningar og dansar 1. desember

Við fögnum fullveldisdeginum með vinum okkar, Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og Borgarsögusafni, á Árbæjarsafni 1. desember frá klukkan 19:30! Heimilisiðnaðarfélagið verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og handverkinu sem prýðir þá, auk þess sem að boðið verður upp á ráðgjöf varðandi búninganotkun og hvernig megi bjarga gömlum búningum upp úr glatkistunni. Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun bjóða gestum og gangandi upp í dans og kynna um leið félagið. Það er ókeypis aðgangur inn á safnið þetta kvöld og léttar veitingar í boði!