Jólalokun Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Heimilisiðnaðarfélag Íslands óskar félagsmönnum sínum, nemendum, viðskiptavinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökkum fyrir samverustundirnar á árinu sem er að líða. 

Heimilisiðnaðarfélagið verður lokað frá og með föstudeginum 22. desember, við opnum aftur mánudaginn 8. janúar klukkan 12. Við minnum á að hægt er að skrá sig á námskeið vorannar í gegnum heimasíðuna okkar. Vörupantanir í vefverslun verða afgreiddar aðra vikuna í janúar.

Bestu jólakveðjur,

Starfsfólk Heimilisiðnaðarfélags Íslands