Nordlek 2024

Þjóðmenningarhátíðin Nordlek verður haldin í Arendal í Noregi dagana 16-21. júlí. Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun taka þátt ásamt Heimilisiðnaðarfélagi Íslands!
Nordlek er samstarfsverkefni félagasamtaka á Norðurlöndunum sem vinna með samnorrænnan menningararf þjóðdansa, þjóðbúninga, þjóðlaga og handverks.
Á þessu móti munu félögin fagna 100 ára afmæli Nordlek og verður því mikið um dýrðir!
Á hátíðinni verður í boði fjölbreytt dagskrá og ættu flest öll að finna eitthvað við sitt hæfi í dansi, söngi, tónlist eða handverki.
Dagskránna má finna hér: https://en.nordlek2024.no/program en við bendum félögum í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands sérstaklega á þau handverksnámskeið sem verða í boði auk sýninga og dagsferða.
Arendal er sérstaklega fallegur bær sem mun skarta sínu fegursta þegar saman koma Norðurlandaþjóðirnar, allar á búningum!
Við hvetjum áhugasama að hafa samband við Atla Frey hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarfélagi Íslands en netfangið hans er [email protected] en umsóknarfrestur er til 1. mars.
Eins bendum við fólki á að Þjóðdansafélag Reykjavíkur er með opnar æfingar á fimmtudagskvöldum frá klukkan 20:00 þar sem fólk getur lært nokkur vel valin dansspor til að dansa í Noregi í sumar!