Norræna Þjóðbúningaþingið 2023

Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð.
Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð.

Norræna Þjóðbúningaþingið hefur verið haldið frá árinu 1978 á um þriggja ára fresti. Þingið er vettvangur fyrir fagfólk á sviði þjóðbúninga að skiptast á upplýsingum og rannsóknum, hittast og mynda dýrmæt tengsl. Að þessu sinni var þema þingsins skreytingar á þjóðbúningum og fluttu Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk fyrirlestra auk þess sem að haldnar voru litlar málstofur og námskeið sem tengdust þemanu. 

Snorrastofa í Reykholti hýsti ráðstefnuna og voru gestirnir hæstánægðir að fá að dvelja á þessum sögufrægu slóðum og ekki síst með móttökurnar, sem voru höfðinglegar. Þjóðirnar voru með bóka- og handverkskynningar á bókasafni Snorrastofu og handverksnámskeið fóru fram á sýningunni um Snorra Sturluson, á bókasafninu, í kirkjunni og víðar. 

Við þökkum Snorrastofu og Fosshótel Reykholti kærlega fyrir að taka á móti hópnum, og gestum þingsins fyrir ógleymanlega viku.