Opnunartími fram að jólum og jólafrí

Síðasti opnunardagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands fyrir jól er þriðjudagurinn 20. desember. Verslun og skrifstofa munu opna aftur þriðjudaginn 10. janúar, en framkvæmdastjóri og formaður félagsins snýr aftur til starfa eftir jólafrí miðvikudaginn 4. janúar og hefst þá handa við að svara tölvupóstum og öðrum skilaboðum.

Námskeið vorannar eru farin að birtast á heimasíðunni og eru spennandi nýungar í boði í bland við hefðbundin námskeið í þjóðbúningasaum, tóvinnu og vefnaði. 

Við óskum félagsmönnum okkar, viðskiptavinum og nemendum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Með jólakveðju, starfsfólk Heimilisiðnaðarfélags Íslands