Viltu taka þátt í Norrænu Þjóðbúningaþingi?

Norræna Þjóðbúningaþingið verður haldið dagana 8-12. ágúst 2023 í Reykholti. Undirbúningsnefnd Norræns þjóðbúningaþingsins auglýsir nú eftir þátttakendum á þingið. Þátttökuþjóðir á þinginu eru auk Íslands, Danmörk, Svíðþjóð, Finnland og Noregur. Þingin hafa verið haldin frá árinu 1978 og er þema þingsins að þessu sinni skreytingar á þjóðbúningum.
Þingin eru ómetanlegur vettvangur fræðafólks og áhugamanna til að fræðast og ræða um þjóðbúninga á Norðurlöndum. Auk þess að hlýða á fyrirlestra og erindi taka þátttakendur þátt í örnámskeiði þar sem hvert land bíður upp á kennslu í þjóðlegu handverki og kvöldskemmtun með hátíðarkvöldverði
Nánari upplýsingar varðandi þingið og skráningu má finna á heimasíðu þingsins: Boð um þátttöku - Nordisk Dragtseminar