Jólaföndur fyrir fullorðna og börn
Laugardaginn 29. nóv 2025 kl 13-16
Á þessu námskeiði er í boði að gera einfalt jólaskraut í hlýlegu umhverfi á Árbæjarsafni.
Til staðar verður efni til að gera köngul með kraga, jólasvein í fötum og þæfðar jólabjöllur, hvert verkefni á sinni vinnustöð með leiðbeinendum. Köngull með kraga felur í sér að klippa út og líma saman. Jólasveininn þarf að klæða með ull og sauma á hann föt. Jólabjöllurnar eru þæfðar utan um mót, lagaðar til og skreyttar. Að gera jólabjöllur tekur allt að 2 klukkustundir en hin verkefnin eru fljótlegri.
Skráning er nauðsynleg. Kostnaður er 1200 kr. fyrir einn fullorðinn með eitt barn . Aðgangur að safninu innifalinn
