Auglýsingar í Hug og hönd

Ársritið Hugur og hönd 2021 er nú í vinnslu.

Ritið höfðar til handverksfólks og er einstaklega klassískt. Nú stendur yfir söfnun auglýsinga, AUGLÝSINGUM ÞARF AÐ SKILA Á PDF EÐA JPG FORMI Í ALLRA SÍÐASTA LAGI 27. APRÍL á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar á skrifstofu Heimilisiðnaðarfélagsins í síma 551 5500.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands (HFÍ) hefur gefið út veglegt ársrit frá árinu 1966. Ritið, Hugur og hönd, fjallar um handverk og listiðnað af ýmsu tagi, bæði á fræðilegum og alþýðlegum grunni. Í blaðinu eru einnig birtar fjölbreyttar handavinnuuppskriftir. Hugur og hönd nýtur sérstöðu í hugum handverksunnenda enda eru efnistök einstaklega fjölbreytt. Ársritið er merk heimild um handverk og heimilisiðnað og hefur blaðið mikið söfnunargildi.

AUGLÝSINGAR Í HUG OG HÖND 2021 VERÐLISTI:

1 blaðsíða (ca. 30 cm á hæð x 21 cm á breidd) = 63.000,- kr. með vsk.

1/2 blaðsíða (ca. 14 cm á hæð x 18 cm á breidd) = 43.000,- kr. með vsk.

¼ blaðsíða (ca. 12 cm á hæð x 9 cm á breidd) = 27.500,- kr. með vsk.

Renningur (ca. 5 cm á hæð x 18 cm á breidd) = 19.000,- kr. með vsk.

Smádálkar (ca. 6 cm á hæð x 6 cm á breidd) = 8.500,- kr. með vsk.

Hugur og hönd 2021 kemur út í maí næst komandi. Blaðið er prentað í 1500 eintökum, því er dreift til félagsmanna HFÍ (850 manns) og áskrifenda (350 manns) auk þess sem það er selt í lausa sölu. Að venju er efnið í blaðinu fjölbreytt og spennandi. Má þar nefna umfjöllun um Textílmiðstöð Íslands, endurgerð kantarakápunnar á Hólum, Kakalaskála, Kingu Þóris Austmanns, ferskar viðnytjar, Karólínu Guðmundsdóttur vefara og grein um endurgerð skautbúnings Sigurlaugar í Ási. Að auki eru í blaðinu uppskrift af vettlingum og jakkapeysu úr lopa en auk þess útsaumsmunstur frá Karólínu.