17. Júní á Árbæjarsafni

Hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní verða með öðru sniði nú en undanfarin ár. Við hvetjum félagsmenn okkar til að klæðast þjóðbúningum þennan dag og koma á Árbæjarsafn kl. 13-15, þeir sem eru á þjóðbúningi fá frítt inn á safnið. Félagsmenn heimilisiðnaðarfélagsins vinna að fjölbreyttu handverki kl. 13-15 og gestir geta fylgst með Oddnýju Kristjánsdóttur skauta fjallkonu kl. 14. Stemmningin þennan dag á Árbæjarsafni er skemmtileg og því kjörið að klæða sig upp á og mæta á safnið.