Fyrirlestur með Önnu Gunnarsdóttur

Fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 20:00 mun Anna Gunnarsdóttir, textíllistakona frá Akureyri, halda áhugaverðan fyrirlestur í sal Heimilisiðnaðarfélagsins að Nethyl 2e. Anna hefur í yfir þrjátíu ár unnið með íslensku ullina og þæft skúlptúra sem hafa verið á sýningum um víða veröld. Anna ætlar að gefa okkur innsýn inn í ferlið, frá þræði til fullgerðs verks.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur og verður heitt kaffi á könnunni fyrir gesti. Verið öll hjartanlega velkomin!