Viltu starfa í stjórn eða nefnd?

Ráðgert er að halda Aðalfund HFÍ í maí. Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 hefur tímasetning aðalfundarins ekki verið ákveðin en til hans verður boðað með 14 daga fyrirvara eins og lög félagsins gera ráð fyrir.

Þrátt fyrir þessar aðstæður hefur uppstillinganefnd hafið störf og leitar eftir fólki til starfa í stjórn og nefndum. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að gefa sig fram. Eins eru ábendingar um áhugasamt fólks, sem uppstillinganefndin getur haft samband við vel þegnar. Skv. lögum félagsins (sjá hér) þarf framboð að berast skrifstofu félagsins skriflega a.m.k. viku fyrir aðalfund. Netfangið er [email protected].