Baldýring - byrjendanámskeið

BALDÝRING - byrjendanámskeið

Kennarar: Anna Stefanía Magnúsdóttir og Ólöf Engilbertsdóttir.

Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.

Tími:  22. janúar - laugardaga kl. 10 - 13, 26. janúar - miðvikudagur og 3. febrúar - fimmtudagur kl. 18.30 -21.30.  

Námskeiðsgjald: 26.900 kr. (24.210 kr. fyrir félagsmenn) - efni og garn í prufur er innifalið.

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Kennd eru grunnatriði í baldýringu. Á námskeiðinu verður gerð prufa.

Nemendur taki skæri, fingurbjargir og venjulegan saumtvinna með sér. Einnig er gott að taka stækkunargler með sér ef fólk á.

Stefnt er að því að bjóða upp á framhaldsnámskeið síðar á önninni þar sem nemendur eru aðstoðaðir við að byrja á stærra verkefni, svo sem upphlutsborðum.