BALDÝRING - FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

BALDÝRING - FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

Kennarar: Anna Stefanía Magnúsdóttir og Ólöf Engilbertsdóttir.

Lengd námskeiðs: 5 skipti = 15 klst.

Tími:  12., 19. 26. nóvember og 14. og 21. janúar - laugardagar kl 10-13  

Námskeiðsgjald: 44.700 (40.230 kr. fyrir félagsmenn) - efni ekki innifalið.

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Baldýring er þó ekki eingöngu til notkunar á þjóðbúningum og kirkjuklæðum en hún kemur stórkostlega út á til dæmis nælu eða veski.

Á þessu framhaldsnámskeiði í baldýringu fá nemendur aðstoð við að byrja á stærra verkefni, eins og upphlutsborðum fyrir 19. eða 20. aldar upphlut, eða við að halda áfram með gömul verkefni. Nemendur þurfa að kunna grunn í baldýringu. 

Nemendur þurfa að taka með sér skæri, fingurbjörg og venjulegan svartan saumtvinna. Einnig er gott að taka stækkunargler með sér ef fólk á.

Hámarksfjöldi nemenda er átta.