BALDÝRING á Seyðisfirði
Kennarar: Anna Stefanía Magnúsdóttir
Lengd námskeiðs: 6 skipti = 18 klst.
Tími: 12., 14., 15., 19., 21. og 22. mars - fimmtudagar kl 18-21, laugardagar og sunnudagar kl 10-13.
Námskeiðsgjald: 61.900 kr. (55710 kr. fyrir félagsmenn) - efni og garn í prufur er innifalið.
Staður: Námskeiðið verður kennt í Herðubreið á Seyðisfirði
Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Baldýring er þó ekki eingöngu til notkunar á þjóðbúningum og kirkjuklæðum en hún kemur stórkostlega út á til dæmis nælu eða veski.
Á þessu námskeiði verður kenndur grunnur í baldýringu og nemendur byrja svo á stærra verkefni eins og upphlutsborðum og verður hægt að panta efni í þá áður en námskeiðið hefst.
Nemendur þurfa að taka með sér skæri, fingurbjörg og venjulegan svartan saumtvinna. Einnig er gott að taka stækkunargler með sér ef fólk á.