Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt á ensku.
Kennari: Kerstin Neumüller
Lengd námskeiðs: 12 klst
Tími: 15. og 16. ágúst - laugardagur og sunnudagur kl 10.00-16.00
Verð: 44.900kr (40.410kr fyrir félagsmenn) efni er innifalið
Dagana 15-16. ágúst kennir Kerstin Neumüller námskeið í bandvefnaði þar sem nemendur byrja á því að tálga sína eigin bandgrind og læra svo að vefa á hana. Farið verður yfir undirstöðuatriði í vefnaði, þar sem bandvefnaður lýtur sömu lögmálum og vefnaður á stærri vefstólum. Námskeiðið hentar vel byrjendum sem lengra komnum í bæði tálgun og vefnaði.
Á laugardeginum verður bandgrindin tálguð. Nemendur læra skref fyrir skref hvernig eigi að tálga bæði raufar og göt í bandgrindina. Ef tími gefst fá nemendur líka tækifæri til að skera út skreytingar í bandgrindina sína.
Á sunnudeginum vefa nemendur á bandgrindina sína (eða fá bandgrind lánaða hjá Kerstin). Kerstin mun kenna hópnum hvernig megi hanna mismunandi munstur í vefnum og hvernig megi útfæra hann með mismunandi ívafi.
Allt efni er innifalið í námskeiðisgjaldinu og hægt verður að fá afnot af öllum verkfærum hjá Kerstin, en nemendur þurfa að hafa með sér blýant, strokleður, reglustiku og skæri.
Skráning á námskeið Kerstin Neumüller er háð sérstökum skilmálum, þar sem um erlendan gestakennara er að ræða sem ferðast til landsins í þeim tilgangi að halda námskeið. Vegna ferðakostnaðar verður því að tryggja lágmarks skráningu með góðum fyrirvara. Síðasti skráningadagur er því sunnudagurinn 3. maí.
Um leið og námskeiðið er bókað er gengið frá greiðsluskilmálum. Þegar gengið hefur verið frá greiðslu er námskeiðsgjald óafturkræft, nema námskeið falli niður.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands áskilur sér rétt að til þess að hætta við námskeið ef ekki fæst næg þátttaka. Falli námskeið niður fær nemandi námskeiðsgjaldið endurgreitt að fullu.
Ef hætt er við skráningu fyrir 3. maí, fæst 80% endurgreiðsla. Forfallist nemandi af einhverjum ástæðum og kemst ekki á námskeið eftir 3. maí býðst honum að senda einhvern annan í sinn stað og tilkynna um það á netfangið skoli@heimilisidnadur.is
With her book “Simple weave - weave without a large loom” Kerstin wants to show that weaving doesn’t have to be very complicated or take up a lot of space. During the last couple of years she havs been developing her own practice around carving tiny rigid heddles and in this class she will show sh does it! The class spans over two days where we spend the first day carving heddles, and the second day weaving bands on them. This is a great introduction to weaving on bigger looms as it introduces all the core principles of weaving, in a small and comprehensive format. The class is suitable for both beginner carvers and weavers and the more experienced craftspeople alike, the only requirements needed to join is that you have basic hand strength.
Day one: The carving day. We begin the day with a step-by step walkthrough on how to carve the slits and holes of the heddle. In the afternoon you carve your own heddle, and if time and energy allows you can learn how to cut patterns for decorations such as faces, windows and doors.
Day two:
The weaving day. Weave on the heddle you made yourself or borrow one from Kerstin! You will learn how to design different patterns on your bands and how these patterns can be manipulated by using different weft yarns.
All materials are included in the class, and no extra fees are added but students need to bring reading glasses if they use such, graphite pencil and eraser, ruler, Scissor