Blómstursaumur - örnásmkeið

Kennarar: Kristín Vala Breiðfjörð

Lengd námskeiðs: .

Tími: 9. apríl - þriðjudagur kl 17.30-20.30

Námskeiðsgjald: 15.000 (13.500 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið

Blómustursaumur er frjáls útsaumsaðferð þar sem saumað er eftir ýmsum munstrum sem dregin eru eða þrykkt á efnið. Að öllum líkindum nefnt eftir viðfangsefninu en hér á öldum árum voru pils oft saumuð með blómabekkjum að neðan. Blómstursaumspor er unnið líkt og varpleggur, nema bandið úr hverju spori er klofið af næsta nálspori á eftir. Í útliti líkist sporið steypilykkju. Á þessu örnámskeiði verður sporið kennt og farið yfir ýmis atriði sem gott er að hafa í huga hvort sem fólk stefni á stærri verkefni eins og faldbúningspils eða eitthvað minna eins og lausavasa.

Nemendur fá prufu af áprentuðu ullarklæði á námskeiðinu sem og garn og nál en þurfa að hafa með sér skæri og fingurbjörg (ef vill).