Búninginn í brúk - skoðun og mátun á gömlum þjóðbúningum
Ert þú með gamlan þjóðbúning af formæðrum sem passar ekki alveg eða þú ert ekki viss hvað er best að gera við?
Laugardaginn 4. október kl 14-16 bjóðum við uppá mátunartíma fyrir fólk sem á gamlan búning sem passar ekki alveg eða þarf eitthvað viðhald. Fagaðilar munu aðstoða við mátun og skoðun á búningunum og í framhaldi getur hver og einn ákveðið hvernig er best að koma búningnum í notkun.
Mátunargjald er 5000kr
Takmörkuð sæti verða í boði á þennan viðburð.