Bútasaumur úr endurunnum efnum

Kennari - Christalena Hughmanick

Lengd námskeiðs: 2 skipti – 14 klst

Tími: 24. apríl og 8. maí – sunnudagar kl 10-17 (tekið verður hádegishlé um kl 13) 

Námskeiðsgjald: 42.000 kr. (37.800 kr. fyrir félagsmenn) – efni er ekki innifalið

Bútasaumur á sér rætur víða og þekkist hjá flestum þjóðum, enda góð aðferð til að gefa textíl framhaldslíf. Á þessu námskeiði mun Christalena Hughmanick kynna hvernig megi endurnýta textíl við gerð bútasaums og fer yfir tengsl munsturs og menningar. Nemendur velja munstur úr Íslensku Sjónabókinni og sauma bútasaumsverk úr aflögðum/gömlum/notuðum textíl.

Á námskeiðinu verða helstu hugtök og aðferðir í bútasaum kennd sem nýtast hvort heldur sem saumað eru lítið verk eða stórt. Nemendur eru beðnir um að hafa með sér efni (teygjanleg, möskva eða sleip efni henta illa), saumavél og helstu áhöld sem þarf við saumavinnu. Gott er að hafa skurðarhníf og mottu meðferðis en það er ekki nauðsynlegt.

Námskeiðið er kennt á ensku en Lára Magnea Jónsdóttir verður Christalenu til halds og trausts.