Vefnaður 1 sýnikennsla á uppsetningu fyrir 6,8 og 10 skafta vefstóla
Guðrún Kolbeins verður með sýnikennslu úr uppskriftabókinni Fjölbreytt munstruð einskefta. Laugardaginn 31 ágúst frá kl 10.00 -14:30 ( 4 tímar í kennslu og 30 mín matarpása)
Farið verður í eftirfarandi: Að lesa uppskriftir úr bókinni, að undirbúa vefstól, að reikna efnismagn, að rekja í tvær uppistöður, að rifja tvær aðskildar uppistöður, vinnubrögð við inndrátt, að draga í haföld og binda fram.
Verð: 4.900kr
Bókin verður til sölu á tilboðsverði fyrir þátttakendur
Í framhald af vefnaði 1 er gefinn kostur á að vefa úr tilbúinni uppistöðu og velja úr þremur mismunandi munsturlínum úr bókinni Fjölbreytt munstruð einskefta. Umsókn og val á verkefni þarf að hafa borist fyrir 25 ágúst á [email protected], aðeins er pláss fyrir 3 nemendur í einu í hvern stól. Tímasetning raðast eftir samkomulagi. Aukagjald fyrir pláss í stól er 37.900kr (34.110kr fyrir félagsmenn)
1 Runnafífill/púði 50 x 50 cm; Nemendur hafa kost á að vefa tvö púðaborð og geta valið að hafa sitt hvora hliðina sem réttu en koma með sitt eigið kambgarn í litum fyrir ívafið.
2. Gullstör/handþurrkur ca 44 x 60 cm; Nemendur hafa kost á að velja um þrjár breytilegar munsturbindingar og koma með grófa bómull í litum að eigin vali fyrir ívafið,gefin er kostur á að vefa tvær handþurrkur.
3. Laugadepla/borðrenningur/diskamottur ca 37 x 152. Nemendur vefa einn borðrenning. Litir verða svipaðir og eru í bókinni.