Gamli krosssaumurinn - örnámskeið

Gamli krosssaumurinn -Örnámskeið!

Kennari: Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.  

Tími: 15. apríl - miðvikudagur kl. 18-21.

Námskeiðsgjald:  11900kr. (10.710kr fyrir félagsmenn) - nál, efni og garn í prufu innifalið.

Kenndur er gamli íslenski krosssaumurinn (fléttuspor). Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Íslensku sjónabókinni sem síðar má setja í púða (sjá sér námskeið í uppsetningu púða) eða í ramma. Námskeiðið er einnig prýðilegur undirbúningur fyrir þau sem ætla að sauma út Riddarateppið eða önnur stærri verkefni í þessum saum. 

Hámarksfjöldi nemenda er átta.