Gamli krosssaumurinn - örnámskeið í Þjóðminjasafninu - FULL BÓKAÐ

Gamli krosssaumurinn -Örnámskeið í Þjóðminjasafninu

Kennari: Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 1/2 klukkustund.

Tími: 15. apríl - laugardagur kl. 13-16:30.

Námskeiðsgjald:  10.900 kr. (9.810 kr. fyrir félagsmenn) - nál, efni og garn í prufu innifalið auk fræðsluerindis og aðgangs í Þjóðminjasafnið.

Nemendur fá fræðsluerindi hjá safnkennara Þjóðminjasafnsins um gamla, íslenska krosssauminn og skoða muni sem varðveittir eru á grunnsýningu safnsins, þar á meðal Riddarateppið. Að því loknu safnast nemendur saman inni í kennslustofu þar sem Lára Magnea Jónsdóttir kennir gamla íslenska krosssauminn. Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Íslensku Sjónabókinni sem síðar má setja upp í púða eða í ramma upp á vegg. Námskeiðið er einnig prýðilegur undirbúningur fyrir þau sem ætla að sauma út Riddarateppið.

Hámarksfjöldi nemenda er tólf.