Glitvefnaður

GLITVEFNAÐUR

Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir.

Lengd námskeiðs: 6 skipti = 18 klst.

Tími: Laugardagurinn 4. mars kl. 10 - 13., 7., 9. (fimmtudagur), 14., 21. og 28.  mars - þriðjudaga

og fimmtudaga kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 53.900 (48.510kr fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Glitvefnaður er gömul íslensk aðferð við að vefa myndir eftir reitamunstri og var t.d. algengt á söðuláklæðum. Nemendur setja upp í vefstól og vefa niður. Verkefni geta t.d. verið púðaver eða vegghengi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áður kynnst vefnaði. Kjörið að nota munstur úr Íslensku sjónabókinni.