Harðangur og klaustur - framhaldsnámskeið - FELLUR NIÐUR

Harðangur og klaustur framhaldsnámskeið

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 11. mars og 6. maí kl 17.00-19.00 – mánudagar

Námskeiðsgjald. 18.600kr. (16.740kr. fyrir félagsmenn) – Efni ekki innifalið

Á þessu framhaldsnámskeiði fá nemendur aðstoð við að gera stærri verkefn t.d. dúk eða milliverk, nemendur þurfa að mæta með efni og munstur í fyrri tímann og vera búin að þræða miðju kross til að tíminn nýtist sem best. Í seinni tímanum verður svo farið yfir frágang og flóknari vafninga.  Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í út klippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.

Nemendur hafi með sér munstur, efni með þræddum miðjukrossi, perlugarn nr. 5 og 8,  skæri, fingurbjörg, tvinna og saumhring ef vill.

Hvítur harðangursjavi og perlugarn fæst í verslum Heimilisiðnaðarfélagsins og hægt er að skoða bækur með munstrum í bókasafni okkar í nethyl 2e á opnunartíma. Einnig geta nemendur keypt pakkningar með harðangursverkefnum ef þeir vilja en oft er hægt að finna þær í Ömmu mús og A4, einnig er hægt að panta sér frá danmörku en gott úraval má finna hjá Permin.dk

ef það eru einhverjar fyrirspurning má beina þeim á [email protected] eða hringja í síma 5515500.