Hvítsaumur - námskeið

Hvítsaumur

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 6. og 13. maí mánudagar kl. 17-20

Námskeiðsgjald: 20.900 kr. (18.810 kr. fyrir félagsmenn) - nál, efni og garn í prufu innifalið.

Hvitsaumur er regnhlífar heiti yfir ýmsar útsaumstegundir sem eiga það sameiginlegt að vera saumaðar í sama lit og efnið sem verið er að sauma í sem var það hér áður fyrr yfirleitt hvítur hör. Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnatriði hvítsaums og  nokkur af þeim sporum sem oft eru notuð s.s. leggsaum, fylltan leggsaum, herpisaum, göt og fleira.

Efni í prufu er innifalið í námskeiðinu en nemendur þurfa að hafa með sér skæri og við mælum með að þau sem eigi stækkunarlampa hafi þá með sér.