Kniplað jólaskraut

Kniplað jólaskraut

 

Kennari:        
Anna Jórunn Stefánsdóttir      
       
Lengd námskeiðs: Tímasetningar:    
3 skipti = 9 klst. 21. október mánudagur kl. 18-21
  28. október mánudagur kl. 18-21
  4. nóvember mánudagur kl. 18-21

 

Námskeiðsgjald:  
29.900kr (26.910kr. fyrir félagsmenn)
Efni í prufur er innifalið
 

Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli til dæmis grunna, viftur og kóngulær. Nemendur knipla jólakúlu og tvöföld jólahjörtu þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum. Gert er ráð fyrir heimavinnu milli kennslustunda. Þetta námskeið hentar bæði byrjendum þeim sem hafa kniplað áður og er þá möguleiki á að aðlaga erfiðleika stig eftir getu hvers og eins. 

Gott er að koma með flatan kniplpúða ef nemendur eiga en bretti og kniplpinna er einnig hægt að fá lánað á staðnum.