Kniplnámskeið - Olga Kublitskaja

 

KNIPLNÁMSKEIÐ - OLGA KUBLITSKAJA

Kniplnámskeið með Olgu Kublitskaja frá Eistlandi

Kennari: Olga Kublitskaja

Tími: 5. og 6. júlí kl. 15.00 – 19.00.

Námskeiðsgjald:  kr. 28.500 (kr. 25.650 fyrir félagsmenn)

Margverðlaunaður kniplari Olga Kublitskaja frá Eistlandi kennir framhaldsnámskeið í knipli.

Það stóð til að halda námskeiðið fyrir ári en það frestaðist. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá til okkar þennan frábæra erlenda kennara og listamann.

Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá sem kunna að knipla. Þátttakendur koma með eigin kniplibretti, 8 pör af kniplipinnum og títuprjóna og heklunál nr. 0,6 mm.

Kenndar tvær tegundir af blúndum. Efni og mynstur innifalið. Eingöngu 10 sæti.