Kríl - örnámskeið

Kríl -Örnámskeið!               

Kennari: Marianne Guckelsberger.                            

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.

Tími: 18. maí - laugardagur kl. 10 - 13

Námskeiðsgjald: 9.900 kr. (8.910 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið

Kríluð bönd eru fléttuð með allt að sex böndum. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Kríluð bönd eru til margra hluta nytsamleg í alls kyns skraut og skreytingar. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin og ekki er greitt aukalega fyrir barnið.

Hámarksfjöldi fullorðinna er sex.