Leðursaumur framhald - seðlaveski og buddur

Leðursaumur framhald - seðlaveski og buddur 

Kennari: Helga Rún Pálsdóttir

Lengd námskeið: 1 skipti = 5 klst.

Tími: 21. febrúar - sunnudagur kl 9-14

Námskeiðsgjald: 17.750 kr. (15.975 kr fyrir félagsmenn). Efni er ekki innifalið en kostnaður í veski er frá 3.000 - 6.000 kr.

Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leður/roð seðlaveski/kortaveski og/eða buddur. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við leðursaum, þ.e. límingar, rennilása ísetningu, smellur o.fl. Nemendur koma með helstu saumaverkfæri s.s. saumavél og skæri, rennilása (ef nemendur vilja annan lit en svartan), málband, reglustiku, sníðapappír, títuprjóna og litlar klemmur. Einnig er gott að vera búin að útvega sér teflon fót á saumavélina til að auðvelda leðursauminn. Efni, leðurtvinni og leðurnálar er selt á staðnum en nemendur geta einnig komið með sitt eigið.

 Þetta námskeið hentar þeim sem hafa áður prófað leðursaum.