Lettneskar fléttur og furunálar

Lettneskar fléttur og furunálar

Kennarar: Dagný Hermannsdóttir 

Lengd námskeiðs: 2 skipti - 6klst.

Tími: 7. og 14. nóvember - þriðjudaga kl 18-21

Verð: 18.600kr (16740kr. fyrir félagsmenn) efni er ekki innifalið 

Svokallaðar fléttur  og furunálar eru algengar á lettneskum vettlingum Þær liggja eins og utan á prjóninu og gefa skemmtilega þrívídd í prjónið. Gera má ótal útgáfur af þeim og nota mis marga liti og gjörbreytir það útkomunni. Það er gaman að nota þessa aðferð til að gera svip á hinar ýmsu flíkur og má bæta þeim við hvaða uppskrift sem er.

Kenndar eru mismunandi útfærslur af fléttum og furunálum og einnig skemmtileg uppfit sem gera svip á prjónlesið. Fyrra kvöldið er áhersla á að ná tökum á fléttunum og seinna kvöldið á að leika sér með fléttur og slétt og brugðið til að skapa alls kyns mynstur sem nota má til að skreyta hvaða flík sem er.

Þátttakendur fá ljósrit með leiðbeiningum og gott er að taka með glósubók og skriffæri

Efni og áhöld

Kambgarn eða annað í svipuðum grófleika, hvítt og amk þrjá áberandi liti í mynsturlit. Sokkaprjónar eða þeir prjónar sem ykkur finnst best að vinna með í stærð 2,5 eða 3. Prufur eru prjónaðar í hring.

Það er hægt að nota flest ullargarn og um að gera að velja það garn sem til er og prjónastærð sem hæfir garninu

 

Í Lettlandi eru einstakar hefðir í vettlingaprjóni

Vettlingar voru og eru ekki aðeins praktískar flíkur heldur urðu fallegir vettlingar mikil verðmæti skart. Að gefa vettlinga var og er merki um væntumþykju og virðingu og þeim fylgir ósk um gæfu og gengi. Fallegir vettlingar þóttu mikil gersemi og erfðust þeir oft milli kynslóða því má finna mikinn fjölda þeirra á söfnum.

Stúlkur byrjuðu snemma að prjóna vettlinga í heimamundinn og þótti nauðsynlegt að eiga að minnsta kosti 50 pör fyrir giftingu best var að eiga 100 pör eða meira. Það var mikið metnaðarmál að vettlingarnir væru sem allra glæsilegastir og best unnir. Þannig sýndi konan færni sína og metnað. Þetta varð alveg ,,keppnis“ og stúlkur og konur lögðu sig fram við að gera sem flóknust mynstur, flottastar litasamsetningar og nota sem fíngerðasta prjóna. Í heimanmundinum urðu að vera alls kyns vettlingar og fingravettlingar.

Oft eru vettlingarnir ekki bara skreyttir með mynsturprjóni heldur eru ýmiskonar óvenjuleg uppfit notuð, ,,Lettneskar fléttur“, ,,furunálar og fleiri skemmtileg smáatriði sem gera útslagið.