Prjónað stroff á ská - örnámskeið

Kennarar: Dagný Hermannsdóttir 

Lengd námskeiðs: 1 Skipti - 3 klst 

Tími: 18. mars mánudagur kl 18-21

Verð: 9.500kr (8.550kr fyrir félagsmenn) 

Stroff á ská má oft sjá á lettneskum vettlingum en þau má einnig nota til að punta upp á hvað flík sem er. Til dæmis gera þau skemmtilegan svip á húfur eða peysur. Það má leika sér endalaust með þessa gerð af stoffum. Þau eru falleg einlit eða með fínlegum röndum og svo er hægt að nota marga liti og gera þau að áberandi hluta af flíkinni.

 

Kenndar eru mismunandi útfærslur af stroffum á ská og aldrei að vita nema við náum einnig að læra einhver skemmtileg uppfit eða önnur trix ef tími vinnst til.

Þátttakendur fá ljósrit með leiðbeiningum og gott er að taka með 

glósubók og skriffæri 

 

Efni og áhöld 

Þrjá eða fleiri liti af ullargarni og prjónar í stærð sem hæfa garninu.

Til dæmis Kambgarn eða annað í svipuðum grófleika og prjóna nr 2,5-3..

Um að gera að nota það sem til er og prjónastærð sem ykkur finnst gott að vinna með. Prufur eru prjónaðar í hring svo takið með sokkaprjóna eða þá prjóna sem ykkur finnst best að nota.