Tvílitt Klukkuprjón fyrir lengra komna
Kennari: Auður Björt Skúladóttir
Lengd námskeiðis: 2 skipti = 6 klukkutímar
Tími: 16. og 23. mars - mánudagar kl. 18-21
Námskeiðisgjald: 19.900 kr. (17.910 kr. fyrir félagsmenn) – efni ekki innifalið.
Klukkuprjón er skemmtileg aðferð sem gefur prjónastykkinu sambærilegt útlit báðu megin. Tvílitt klukkuprjón gefur meiri dýpt og skemmtilegri möguleika.
Á þessu námskeiði eru kennd ýmsar skemmtilegar útfærslur/“trix“ við prjón í tvílitu klukkuprjóni. Eftir námskeiðið á nemandi að vera kominn með meiri og dýpri skilning á klukkuprjón og geta verið fær í að prjóna flókin klukkuprjónsverk.
Tvílitt klukkuprjón fyrir lengra komna.
- Prjóna umferð með báðum litum/þráðum í sömu umferð.
- Gera munstur í klukkuprjóni.
- Laga villur í klukkuprjóni.
Áhöld
- Garn og prjónar
- Kennari mælir mæli með prjónastærð 4
- ekki er gott að nota loðið garn
Nauðsynleg kunnátta
Nauðsynlegt er að hafa færni í að prjóna venjulegt klukkuprjón til að taka þátt í þessu námskeiði