Prjóntækni - uppfit, kantar og affelling

Uppfit, kantar og affelling

Kennari: Auður Björt Skúladóttir

Lengd námskeiðis: 2 skipti = 6 klukkutímar

Tími: 16. og 23. mars - mánudagar kl. 18-21

Námskeiðisgjald: 19.900 kr. (17.910 kr. fyrir félagsmenn) – efni ekki innifalið.

Það skemmtilega við prjónið er að það er hægt að útfæra svipaðan hlut á marga mismunandi vegu og stundum hentar ein leið betur en önnur. Það eru til margar aðferðir við að fitja upp og er uppfit oft stór hluti af útliti flíkurinnar. Kantarnir geta verið mismunandi og val á þeim fer eftir hvaða gerð prjónastykkisins er verið að gera. Að fella af er oft lokaverkið á hverju prjónastykki og punkturinn yfir i-ið. Það eru til fjölmargar leiðir til að ljúka verkefni.
Á þessu námskeiði er farið yfir nokkrar aðferðir til að auðvelda þér að gera prjónaflíkina með öðrum útfærslum en áður og jafnvel skemmtilegra útlit en áður.


Áhöld
- Garn og prjónar sem henta.
- Mæli með prjónastærð 4.
- Ekki loðið garn.


Nauðsynleg Kunnátta:  Almenn prjónakunnátta, s.s. að geta fitjað upp, fellt af, prjónað slétt og brugðið.