Prufuvefnaður með Guðrúnu Kolbeins

Kennari: Guðrún Kolbeins – aðrir vefarar til aðstoðar þátttakendum eftir þörfum

Lengd námskeiðs: 5 dagar =35 klst (28klst með kennara)

Tímasetningar: Frá kl 9-17 tekið er klst í matarhlé frá 12.30-13.30

23. júní – mánudagur  Kynning á verkefnum; efni og aðferð. Hafist handa

24. júní – þriðjudagur Leiðbeint með prufur

25. júní – miðvikudagur  Sjálfstæð vinna þátttakenda  við sínar prufur

26. júní – fimmtudagur  Leiðbeint með prufur

27. júní - föstudagur kl. Leiðbeint með prufur, frágang og ræddar hugmyndir um eigin verkefni þátttakenda út frá reynslu þeirra. Tekið niður úr stólum

Námskeiðsgjald:  115.000kr (103.500kr fyrir félagsmenn) efni er innifalið

Námskeiðið felur í sér að vinna með 6-7 prufur af mismunandi vefnaði. Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi, uppsett er í alla stóla og haldgóðar upplýsingar á prenti um hvert verkefni.

Mikilvægt er að þátttakendur geti verið viðstaddir alla námskeiðsdagana frá kl. 9-17 nema viðvera er frjálsari miðvikudaginn 25. júní þegar kennari er ekki á staðnum

Hámarksfjöldi nemenda 9

Boðið er upp á eftirfarandi prufuvefnað:

  1. Bandvefnaður í vefstól; ofin eru tvö bönd í einu með mismunandi munstri, litum og breidd. Uppskriftir frá Eistlandi
  2. Gólfmottur/veggteppi; með tækni frá Peter Collingwood. Unnið með aðferð er nefnist Taqueté fyrir gólfmottu og nýstárlegur myndvefnaður á borðvefstól.
  3. Brellur í vefnaði; ofið með aukahlut er nefnist Railreed sem gerir kleift að breyta eiginleikum uppistöðunnar. Kadi Pajupuu frá Eistlandi hefur þróað þessa aðferð.
  4. MAGI MED TRÅDE; Uppskriftir frá Lotte Dalgaard og Poulette Adam þar sem unnið er með þræði sem breyta áferð voðar við þvott.
  5. Prufa af borðrenning; samsett binding af vaðmáli og tvö afbrigði af einskeftu.
  6. Áklæði unnið á 6 skafta stól úr bókinni Fjölbreytt munstruð einskefta eftir Guðrúnu Kolbeins.

 

Samskonar námskeið verður 11.-15.  ágúst