Silfursmíði - keðja

VÍRAVIRKI FRAMHALD

Kennari:  Júlía Þrastardóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 10 klst.

Tími: 13.-14. apríl kl 10.00-15.00 með 30 mín hádegishléi - laugardagur og sunnudagur

Námskeiðsgjald 52.000 (46.800 kr fyrir félagsmenn) efni er innifalið

 

Á þessu námskeiði er aðal áherslan á að ná góðu valdi á kveikingum og skilja hvernig það ferli virkar. Við ætlum að gera keðju þar sem búnir eru til hlekkir og þeir kveiktir saman, endurtekning er það sem skiptir öllu máli þegar við erum að reyna að ná upp færni í kveikingu. Hægt verður að gera tvenns konar keðju eins og sést á myndinni og annaðhvort gera armband eða nýta keðjuna  þjóðbúning.