Svuntuvefnaður fyrir þjóðbúning

Svuntuvefnaður

Kennari: Guðrún Kolbeins

Tími: 3 vikur. 

Stefnt er á að fyrstu nemendur byrji 3. febrúar kl 13.00 

Verð: 35.000kr (31.500 kr. fyrir félagsmenn) efni í ívaf ekki innifalið 

Á þessu námskeiði munu nemendur vefa efni í svuntu við íslenska þjóðbúninga. Búið verður að setja upp í 2 stóla og er val á milli þessa að vera með hvíta eða svarta uppistöðu. Nemendur fá tilsögn og kennslu á réttu handtökunum og hafa svo 3 vikur til að vefa svuntuefnið. Kennarar verða til staðar eftir þörfum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir öll sem langar til að vefa sér svuntu í sínum uppáhald litum. 

Hægt er að nota ýmiskonar ull/band í ívafið eins og moraband (fæst í verslun Heimilisiðnaðarfélagsins), einband eða annað fínband, ef nemendur eiga band sem þeir vilja nota er best að koma með það í fyrsta tíma og fá ráðgjöf frá kennara. 

Boðið verður uppá 12 sæti, 6 í hvíta uppistöðu og 6 í svarta. 

Fyrir frekari upplýsingar og skárningu hafið samband við [email protected] eða í síma 5515500