Þjóðbúningasaumur á Akureyri
Athugið! Nýir nemendur þurfa að hafa samband við skrifstofu Heimilisiðnaðarfélagsins á netfanginu hfi@heimilisidnadur.is og fá upplýsingar um námsfyrirkomulag og máltöku. Eftir máltöku eru nemendur komnir á lista og geta skráð sig annað hvort heila helgi, eða hluta úr helgi. Það er takmarkað framboð á sætum, ef uppselt er í heilsæti er hægt að panta tvö hálfsæti (einn laugardag og einn sunnudag) á sama verði. Lesið vel skilmála áður en þeir eru samþykktir.
Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Elizabeth Katrín Mason
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 12 klst. Ath. hver helgi er stök.
Dagsetningar vors 2026:
17. og 18. janúar
21. og 22. febrúar
21. og 22. mars
18. og 19. apríl
16. og 17. maí
Námskeiðsgjald: Hver helgi 53.000kr (47.700kr fyrir félagsmenn)
Frá árinu 2014 hefur Heimilisiðnaðarfélag Íslands boðið upp á námskeið í þjóðbúningasaum fyrir norðan, fyrst í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann í Eyjafirði og nú við Akureyrarbæ.
Á námskeið í þjóðbúningasaumi í Sölku Víðilundi 22 vinna nemendur að ólíkum verkefnum; gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntusaumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi og hafa þeir sem skrá sig heila helgi forgang. Verðið fyrir námskeiðshelgina er 53.000 krónur (47.700kr fyrir félagsmenn).
Kennt er frá kl 10-17 á laugardögum og sunnudögum með klukkutíma hádegishlé klukkan 13:00. Aðstöðugjald er 1000 krónur á helgi fyrir kaffi og þrifum, heitur matur er í boði á staðnum í hádeginu á vægu verði (matseðill helgarinnar er auglýstur á Facebook síðu námskeiðsins).
Að jafnaði þurfa nemendur 4-6 helgar að ljúka við einn búning, en það getur þó verið breytilegt eftir búningum. Áður en komið er í fyrstu saumahelgina er mikilvægt að bóka tíma í máltöku annaðhvort á kennsluhelgi á Akureyri eða í Reykjavík. Nýir nemendur þurfa því að hafa samband við Heimilisiðnaðarfélagið áður en sæti er pantað á námskeiðið. Þegar málin eru tekin eru einnig öll efni valin í búninginn. Efniskostnaður í 1 búning er á bilinu 120.000-190.000kr +silfur og auk þess greiða nemendur sniðgjald beint til kennara (42.000kr fyrir heilan búning).
Á Akureyri er einnig möguleiki að sauma sér einn af stærri búningunum svo sem faldbúning eða skautbúning sem og læra allar skreytingaaðferðir sem við notum í búningana s.s. baldýringu, knipl, blómstursaum og listsaum. Nemendur sem ætla að leggja í eitt af þessum stærri verkefnum mega gera ráð fyrir að það sé þriggja ára verkefni en þó er það einstaklingsbundið.
Ef ekki næst lágmarksþátttaka fyrir saumahelgina fellur námskeiðið niður, lokadagur fyrir skráningu fyrsta virka dag mánaðarins.
Hægt er að fá frekari upplýsingar um námskeiðið með því að senda tölvupóst á skoli@heimilisidnadur.is eða hfi@heimilisidnadur.is