Þjóðbúningasaumur í Stykkishólmi

Kennari Oddný Kristjánsdóttir

Lengd námskeiðs: 4 helgar

Tími: - laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 17.

Helgi 1 – 28-29 janúar

Helgi 2 -  25-26 febrúar

Helgi 3 – 11-12 mars

Helgi 4 - 25-26 mars

Námskeiðsgjald: 220.000kr. (198.000kr. fyrir félagsmenn) efni ekki innifalið

Skráning fer fram í gegnum netfangið skoli@heimilisidnadur.is

Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á námskeið í þjóðbúningasaum í Stykkishólmi þar sem nemendum gefst kostur á að sauma kven-, herra- eða barnabúning. Búningurinn er kæðskerasniðinn og nemendur þurfa að mæta í máltöku í hjá kennara í Reykjavík að minnsta kosti 2 vikum fyrir fyrstu helgi.  

Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ. 

Einnig er hægt að koma á stakar helgar í samráði við kennara og skrifstofu.