Þjóðbúningur herra og drengja - námskeið - FULLBÓKAÐ

Þjóðbúningur herra og drengja

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir

Lengd námskeiðs: 8 skipti = 20 klst.

Tími: Máltaka 27. janúar kl. 18:30 - 21:00

Saumatímar: 10., 17. og 24. febrúar og 10., 17., 24. og 31. mars - fimmtudaga kl. 18:30 - 21:00.

Námskeiðsgjald: 97.250 kr. (87.525 kr. fyrir félagsmenn)

Saumaður er þjóðbúningur karla eða drengja - buxur, skyrta og vesti.  Sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka fer fram í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ. Mögulegt er að bæta við aukatímum fyrir þá sem einnig vilja sauma treyju/jakka.