Tréskurður - Höfðaletur

Tréskurður - Höfðaletur 

Kennarar: Halldór Kr. Júlíusson og Sigurjón Gunnarsson.

Lengd námskeiðs: 4 skipti = 15 klst.

Dagsetningar: 8., 9.(kl10-13),  15. og 16. nóvember - laugardagar og sunnudagur kl 10- 14

Námskeiðsgjald: 55.900kr (50.310kr fyrir félagsmenn) Efni er innifalið en nemendur þurfa að hafa með sér áhöld. 

Á þessu námskeiði öðlast nemendur almenna þekkingu á höfðaletri; upphafi þess, þróun og sögu. Kennt verður að undirbúa, skipuleggja og skera út höfðaletursbekk og vinna nemendur þrjú verkefni til að öðlast færni. Námskeiðið gerir engar kröfur til þekkingar eða reynslu í trésmíði eða útskurði þó slíkt sé æskilegt. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra, sýnikennslu og leiðbeiningar og fá nemendur aðgang að kennsluefni sem ætlast er til að þeir kynni sér heima. Nemendum mun auk þess gefast sérstakt tækifæri að skoða gripi sem varðveittir eru af Þjóðminjasafni Íslands og njóta leiðsagnar frá sérfræðingi í munasafni ÞJMS.

Gert er ráð fyrir að nemendur komi sjálfir með útskurðar- og teikniáhöld. Nauðsynleg áhöld eru blýantur, strokleður, reglustrika, hnífur til að skera fleygskurð og lítið pælingarjárn. Æskilegt er að hafa fleiri en einn hníf og útskurðarjárn, en tæki til að brýna og viðhalda biti í skurðtækjum verða á staðnum. Kennarar geta aðstoðað nemendur við val á réttum tækjum, sé þess óskað. Allt efni er innifalið og möguleiki er fá verkfæri lánuð og er þá nauðsynlegt að láta vita af því með fyrirvara.