Uppsetning á púðum

Uppsetning á púðum

Kennari: Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 6 klst.

Tími: 26. október - sunnudagur kl 10-16

Námskeiðsgjald: 19.900kr. (17.910 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða og eru nokkrar mismunandi útfærslur kenndar.

Efni og áhöld

Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og efni í púðaborð.

Nemendur þurfa að koma með saumavél (hægt að fá lánaða saumavél á staðnum, ef þess þarf vinsamlega látið vita fyrirfram), allt almennt saumadót sem gæti nýst s.s tvinna, þræðitvinna, skæri, nálar, saumavélanálar, málband, krít, skriffæri og fleira sem.

Eitthvað er til af efnum í púðaborðið í verslun Heimilisiðnaðarfélagsins sem hægt er að skoða á opnunartíma verslunar sem er frá mándegi-fimmtudags kl 12-17. 

Hámarksfjöldi nemenda er átta.