Vefnaður - þemanámskeið 1 - einskefta og einskeftuafbrigði
Kennari: Judith Amalía Jóhannsdóttir og Guðrún Kolbeins
Lengd námskeiðs: 6 skipti 18 klst
Tímasetningar: 29. september, 1., 2., 6., 8. og 15. október kl 17.30-20.30
Námskeiðsgjald: 80.900kr (72.810 kr. fyrir félagsmenn) efni er ekki innifalið
Á komandi önnum verða haldin 3ja vikna þema námskeið í vefnaði þar sem tekin eru fyrir 1 af grunnbindingunum 3; einskefta, vaðmál, eða ormel (satín) og samsettar bindingar.
Þema námskeiðin eru fyrir þá sem vilja ná tökum á öllum þáttum vefnaðar frá þræði að fullgerðri afurð. Unnið verður með skilning á íslenskum fagorðum vefnaðar.
Kennslustundir eru 18 með kennurum frá kl 17:30 til 20:30.Fyrsta vika, mánudag, miðvikudag og föstudag. Önnur vika mánudag og miðvikudag og þriðja vika, miðvikudag.
Nemendum þurfa að mæta á milli kennslutíma til að ná settu markmiði.
Hvert násmkeið er sjálfstætt og hægt að taka stakt námskeið eða fleiri í hvaða röð sem er.
Þema námskeið 1; einskefta og einskeftuafbrigði 29. sept- 15. okt. 2025. Kennarar: Judith Amalía Jóhannsdóttir og Guðrún Kolbeins
Einskefta er einfaldasa bindingin þar sem þræðir í uppistöðu og ívafi bindast 1 á móti 1. Á námskeiðinu verður einnig verður farið yfir önnur afbyrgði af einskeftu. Allir nemendur gera handþurku og eitt annað verkefni til dæmis púða eða borðrenning.
Tveir nemendur vinna saman að tveimur verkefnum og afrakstur námskeiðisins verða tveir nytjahlutir fyrir hvern nemenda.
Uppistöðu efni er innifalið en nemendur koma með efni í ívafið.
Þema námskeið 2; vaðmál og vaðmálsafbrigði, vorönn 2026, auglýst síðar.
Þema námskeið 3; samsettarbindingar og ormel (satín),haustönn 2026